Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

31.03.2014 13:12

Vor í lofti og fjöruferð

Skelltum okkur í fjöruferð og vorum úti í mest allan dag í þessu blíðskapar veðri sem kom loksins.

Verð klárlega að fara redda sandkassa á þennan bæ þegar börnin eru farin að moka skrautsteinana kringum pallinn he he.

Skelltum okkur út á tjaldstæði að renna og róla.

Og í hesthúsin til Steina.

Ég fékk svo Steina með okkur í fjöruferð rosalega fannst þeim það gaman og Freyja var að sjá sjóinn í fyrsa sinn svona nálægt og var allveg sjúk að labba niður í fjöru.

Það leynir sér ekki brosið hjá henni.

Bestu vinirnir saman. Það eru svo fleiri myndir hér inni.

28.03.2014 23:28

Embla Marína 3 ára

Elsku fallega Embla Marína okkar er 3 ára í dag. Innilega til hamingju með daginn þinn.
Hún fær almennilega afmælisveislu þegar pabbi hennar kemur heim en hann er að róa í Grindavík núna svo ég var bara með smá kaffi fyrir þá sem áttu leið hjá á afmælisdeginum hennar. Embla fékk þennan svakalega fína kjól frá okkur en hún er búnað vera biðja um kjól sem snýst eins og ballerínu kjóll í langan tíma og varð allveg rosalega ánægð þegar hún opnaði pakkann með þessum. Við fengum Steina, Jóhönnu, Jóhann, Þórhöllu. Eyrúnu og Bjarka í kaffi til okkar og auðvitað Huldu ömmu og Freyju ömmu og Bóa afa og átti hún mjög góðan dag sem endaði með að hún fékk að fara í sveitina til Freyju og Bóa og það elskar hún allveg svo það var til að toppa daginn allveg. Takk kærlega fyrir góðan dag.
Það eru svo smá myndir af deginum hér inni.

Freyja Naómí elskar að koma í fjárhúsin og hér er hún að spjalla við Huldu sína. Það er búið að vera bara róleg heit í fjárhúsunum og Siggi er farinn að gefa sjálfur svo þetta er allt saman að skríða saman hjá honum. Spenningurinn er allveg að fara gera vart við sig fyrir sauðburð eftir öllum sæðislömbunum og einna helst er ég svo geðveikt spennt að biða eftir lömbunum sem koma undan Mugison þeim móflekkótta. Spennó hvort ég eigi eftir að fá draumalitinn minn mókrúnótt með sokka. Jæja hef þetta nú bara stutt og laggott að sinni og það eru myndir hér inni af kindunum.

10.03.2014 22:00

Tekið af rollunum í seinna skiptið

Hér er Gummi aftur af störfum hjá okkur að taka snoðið. Það er nú meiri hörku drengurinn hann var að allann daginn langt fram á nótt og svo ætlaði hann að fara á Berg daginn eftir.
Það eru svo fleiri myndir hér af rúninginum.

Það var líka dugnaður í fólkinu með því Maja var búnað vera vinna síðan 6 um morguninn og átti svo að fara vinna aftur 6 daginn eftir og Emil var nýkominn af sjónum og var þrælað beint inn í fjárhús lant fram á nótt og svo fór hann á sjó um nóttina aftur. Ég aftur á móti var bara alger aumingi með flensu og lá allveg bakk raddlaus og með hita og kulda til skiptis svo ég var ekki viðstödd rúninginn í þetta sinn. Bói var svo líka nýskriðinn úr flensu og harkaði af sér að mæta og hjálpa. Siggi er svo líka allur að koma til og er orðinn svona rólfær að koma upp í fjárhús og fylgjast með og hjálpa.

Steini frændi hefði svo orðið 85 ára núna síðast liðinn 6 mars. Allveg órtúlegt að það séu komin 5 ár síðan og manni finnst enn eins og það hafi bara verið í gær liggur við.
Hans er sárt saknað og minningarnar af honum eru umkringdar mann á hverjum degi og munu verða um aldur og ævi blessuð sé minnig hans.

Hér eru þeir bræður Ragnar , Leifur pabbi og Steini inn í Máfahlíð. Ótrúlegt að þeir séu allir farnir úr þessu lífi og enn stendur Höfðinn á bak við og breytist ei mikið ég spái oft í umhverfinu það er eiginlega alltaf eins nema aurskriður eða grjót hreyfist en mennirnir koma og fara og ný kynslóð tekur við.

Ég var svo að klára mína fyrri lotu í skólanum og þurfti að fara í munnlegt próf í fyrsta sinn og var búnað fresta því 2 því ég var algerlega raddlaus. 

Ég er svo mikil gunga að ég ælaði fyrst ekkert að taka það því ég var svo súper stressuð að ég ætlaði ekki að sofna daginn fyrir af áhyggjum og um morguninn varð ég að drekka 3 bolla af kaffi taka svo treo við hausverknum og lesa undir prófið og því næst að tjasla saman tölvunni því ég er með gamla fartölvu sem skjárinn virkar ekki og ég þurfti að nota annan skjá og svo skalf ég gersamlega á beinunum eftir að skypið myndi hryngja.

Náði svo að harka þetta af mér en valdi kolvitlausan miða í prófinu og það datt gersamlega allt út sem ég átti að vita um það og endaði með skammarlegt 5 fyrir prófið og plús það að ég komst að því að ég átti alltaf að fara yfir verkefnin mín og senda honum leiðréttingu í skilakassa eftir hvert verkefni GOD hvað það var geðveikt vandræðalegt hann heldur ábyggilega að ég sé alger vitleysingur en Jæks ég veit þetta þó allavega núna fyrir næstu lotu að ég eigi að gera þetta svona.

Til að toppa þennan ágæta dag svo þá fór ég inn í sveit að gefa og var þvílíkt að flýta mér því ég var orðin í tímaþröng við að ná í krakkana af leikskólanum og sem betur fer var Siggi upp í fjárhúsum líka og hjálpaði mér að gefa svo ég náði að vera nógu fljót. 

Ég hringdi svo í Magga bróðir á leiðinni heim og var að létta af mér stessinu yfir þessu munnlega prófi og það var svona lúmskt slabb á leiðinni og haldiðið að ég hafi ekki bara misst bílinn út af við Geirakot nær sjónum og ég var eitthvað svo lengi að átta mig á því að ég var þögul í símann við Magga og sagði ég held ég sé að fara út af og hann allveg HA já ég er farinn út af og svo sprakk ég úr hlátri þetta var eitthvað svo kjánalegt bíllinn með rassgatið niður og húddið upp í loftið en sem betur fer þá dró snjórinn úr öllum hraðanum svo ég velti ekki. 

Svo hringdi ég auðvitað bara í Bóa og hann og Smári komu og kipptu mér upp. Það var samt leiðinda veður akkurrat þegar þetta skeði og það hafa örugglega aldrei eins margir verið á ferðinni eins og akkurrat þá því það voru alltaf bílar að keyra framm hjá og athuga hvort það væri ekki allt lagi og það fannst mér allveg aðdáunarvert hvað margir stoppuðu og spurðu.


Hér eru sætu okkar að renna með mömmu sinn í Máfahlíðinni. Það eru svo fleiri myndir af þeim hér inni.

Hið árlega bollukaffi var hjá mömmu í Blokkinni.

Fórum í heimsókn í fjárhúsin hjá Bárði um daginn og Freyja var allveg sjúk í lömbin og eins þau í hana eins og sjá má hér. Það eru svo fleiri myndir af því hér inni.

19.02.2014 12:17

Spennufall komið og fósturtalningin búin

Jæja það er búið að vera mikið spennufall nú þegar talningunni er lokið og nú verður langt að bíða til sauðburðar en það bætir þó upp að það er bjálað að gera í lærdómi hjá mér og þarf ég að hafa mig alla við að komast yfir heimilið,börnin,rollurnar og læra. En ég held ég þrífist bara best þegar ég hef svona mikið að gera og þetta er bara gaman og ákveðin áskorun.

Jæja eruði tilbúinn ............emoticonég gat ekki elt sónarinn í ár og tekið myndir hjá hinum því ég var heima með börnin og Emil á sjó svo ég ákvað að halda mig bara heima og baka í staðinn til að dreifa huganum.


63 voru sónaðar hjá okkur í allt

Guðbrandur kom ekki fyrr en 7 um kvöldið og spenningurinn var allveg óbærilegur.
Ég er bara mjög sátt við útkomuna.

Það eru 7 einlembdar af veturgömlu og þær voru allar sæddar og sumar af þeim var eiginlega runnið af svo það kemur mér ekkert á óvart að þær hafi bara verið með eitt. 
Veturgömlu eru 14 og ein var með  3 og svo restin voru með 2.

Af fullorðnu rollunum voru allar tvílembdar nema 2 voru með eitt og önnur þeirra var sædd svo það var bara ein með eitt undan heimahrút. 5 voru þrílembdar og þar með 2 sem voru sæddar.

Af 15 gemlingum sem fengu voru 7 með 2 og rest með 1.

Ef allt gengur eftir eigum við eftir að fá 32 lömb úr sæðingunum í vor.

5 undan Þorsta. 6 undan Kára. 2 undan Rafall. 1 undan Snævari. 7 undan Garra.

5 undan Baug. 2 undan Saum. 1 undan Guffa. 4 undan Ás.

Í heildina sem sagt eru 9 einlembdar. 5 þrílembdar. rest með 2 og 7 af 15 gemlingum sem fengu með 2. Gemlingar alls 19 og 4 hafðir geldir.

2 gemlingar sem fengu með Blika Gosa syni eru með 2 og 3 sem fengu með Mugison Soffa syni eru með 2. Þrír af þessum gemlingum sem voru með 2 eru undan Draum svo hann hefur verið feikna hrútur bæði hvað frjósemi og gerð varðar allveg týpiskt að hann hafi þurft að drepast seinasta vetur en Siggi á Glaum og vonandi á hann eftir að erfa þessi flottu gen sem pabbi hans bjó yfir.

2 rollur í sæðingunum voru með 3 og er það undan Garra og Þorsta.

Fósturtalningin gekk bara víðast hvar mjög vel. Út á Hellissandi var að koma mjög vel út hjá Óttari þar voru 6 þrílembdar. 4 einlembdar og 25 með 2. Hjá Þór var 1 með 3 og ein úr sæðingunum með 1 annars allt með 2. Eddu Báru voru 4 með 3 og rest með 2 heyrði ég .

Í Ólafsvík var líka sömu sögu að segja að það var að jafnaði 1,9 til 2 lömb á rollu. Hjá Gumma var að koma fínt út úr sæðingunum voru sæddar 6 rollur og 2 eru með 1. 2 með 3 og 2 með 2 svo hann fær 12 lömb úr þeim.  Það var eitthvað slakari útkoma hjá Marteini heldur en hefur verið en það er bara samt flott útkoma því hann fékk 4 þrílembur núna í staðinn fyrir að hafa 7 í fyrra svo það er bara ekki eins mikið af auka lömbum hjá honum núna. Í Lambafelli var líka fínasta útkoma hef ég heyrt.

Hjá Bárði af 100 og eitthvað kindum voru 6 með 3. 9 með eitt og af 18 gemlingum eru 7 með 2. Fín útkoma hjá honum en hún var sum staðar inn frá í Grundafirði og víða að koma verr út heldur en í fyrra.

Það eru svo örfáar myndir af þessu hér inni.

Við skelltum okkur í bæinn um daginn og fórum í heimsókn og aðallega að skemmta börnunum í skemmtigarðinum og fleira. Benóný allveg elskar Reykjavík enda ekki annað hægt það er alltaf gert eitthvað skemmtilegt þar. Gistum hjá Dagbjörtu og það er alltaf yndislegt að koma til þeirra.

Brjálað stuð í klessubílunum með Emelíu.

Við skelltum okkur svo á Þorrablót um daginn líka og það var rosalega gaman og þið getið séð bæði myndir af Reykjavíkurferðinni og Blótinu með því að smella hér.

KV Dísa

01.02.2014 09:52

Allt á fullu í janúar

Komiði sæl það er nú allveg löngu komin tími blogg hjá mér en það er þetta vanalega það vantar alltaf tíma og maður gleymir að gefa sér smá tíma en nú er sá tími loksins komin.

Það er mikið búið að vera að gerast þessa dagana ég skráði mig til dæmis í dreifnám í fjölbrautaskólanum í Grundarfirði í 3 fög þroskasálfræði, félagsfræði og næringarfræði og er það bara mjög skemmtilegt en félagsfræðin er kanski ekki alveg mjög ofarlega á vinsældar listanum en hún sleppur. Það var erfitt fyrst að ná upp því sem hinir voru búnir með því ég byrjaði ekki fyrr en 19 jan í skólanum og er núna fyrst komin á sama stað og hinir. Ég er samt hæðst ánægð með mig að hafa loksins látið verða af því að fara í skóla.

Svo er það að bústörfum. Það gekk ýmislegt á undanfarnar vikur fyrst sleit Siggi í Tungu hásin við að ýta rúllu í fjárhúsunum og hann er í 6 til 8 mánuði að verða fullgóður. Það er allveg rosalegt að þurfa vera svona lengi að ná sér og þarf maður að vera ósköp rólegur og þolinmóður að endast svona lengi aðgerðarlaus en auðvitað borgar sig að vera ekkert að reyna neinar kúnstir því þá verður kanski bara lengri tími. 

Ég gef núna fyrir okkur og Sigga líka og gengur það bara rosalega vel ég er í svona rúman 1 og hálfan tíma og svo gefur maður sér yfirleitt tíma til að kíkja á Gerðu og Sigga sem taka alltaf vel á móti manni þau eru svo yndisleg. 

Bói skar sig svo á bor í vinnunni hjá sér og það þurfti að sauma 6 spor í visifingur hjá honum svo það er búið að vera mikið að gerast hjá sjúklingunum he he.

Annars er bara allt ljómandi gott að frétta og nú bíður maður bara spenntur eftir talningunni á fóstrunum á næstunni. Þorrablót í kvöld og skemmtileg heit heyrumst betur síðar. Jú það er búið að ganga frá sölunni á Fögruhlíð svo nú eru Guðmundur Óli og bræður orðnir eigendur allveg glæsilegt að það skildi haldast inn í fjölskyldunni.


Sætu mín á leiðinni að sníkja gott í gogginn á þrettándanum.

Freyja var jarðarber.

Sætu grallararnir Bjarki Steinn og Freyja Naómí.

Nýju hanarnir hjá Freyju og Bóa.

Ég er enn að læra á að gefa rollunum hjá Sigga og gef allt of mikið eins og þið sjáið þá slæddu þær talsvert mikið fyrstu dagan.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi með þvi að smella hér.

02.01.2014 21:16

Gleðilegt ár

Frændurnir saman Magnús og Benóný voru óaðskiljanlegir enda dýrkar Benóný 
Magga sinn. Embla dýrkaði svo Erlu hans Magga og hertók hana allveg í dúkkuleik
og playmó. 

Embla og Jóhanna sætar frænkur.

Freyja er farinn að labba um allt rosalega lukkuleg.

Jæja fréttir af sæðingum. Ég var nú heldur gróf í ár því ég tók mikla sénsa á að sæða
á öðrum degi og gekk það misvel en ég varð heldur hissa hversu mikið hélt af því.
Það voru 10 fyrstu sem voru á öðrum degi eða ég vissi ekki nákvæmlega hvenær þær
byrjuðu og það voru 7 sem héldu af þeim. 6 seinustu voru líka á öðrum degi voru sérstaklega tvær sem var eiginlega allveg runnið af en þó á smá blæsmi og það voru
4 sem héldu af þeim.

Ég sæddi sem sagt 28 í heildina umhm já ég veit allt of mikið he he.
Það héldu 19 og ég er allveg mjög sátt við það því eins og ég sagði þá voru margar sem
ég vissi að gengu upp enn ákvað að taka bara sénsinn.

Ég sæddi 2 fyrir Jóhönnu og þær héldu báðar. 
2 fyrir Maju og önnur hélt.  
5 fyrir Sigga og það voru 3 sem héldu.

Ég fékk sæði af suðurlandinu og geymdi sæðið úr Rafall inn í ískáp yfir nóttina og það voru 2 sem héldu með því ein hjá mér og ein hjá Sigga svo það er allveg að virka.

Ég notaði 10 sæðishrúta samtals með forrystuhrútnum en fæ vonandi sæðislömb úr 
9 hrútum ef þetta gegnur eins og á að gera.

Ég notaði alla hrútana mína og lambhrútinn hans Sigga svo það hlýtur að koma 
eitthvað nothæft hrútsefni á næsta ári því mig langar að skipta út Borða syninum eða 
Gosa syninum þó svo að hann sé allveg geggjaður hrútur þá er hann lengi að lemba
og frjósemismatið á Borða og Gosa er alls ekki nógu gott og dregur allt niður hjá manni.

Þess vegna notaði ég þá vel núna allavega Blika Gosa son en Brimill Borðason frekar
lítið ég ætlaði að nota hann meira enn það bara hélt svo mikið úr sæðingunum að það
var ekkert eftir fyrir hann en hann fékk 6 kindur.

Eins ætlaði ég að nota Part Klettsson hjá Bárði og Óttari og Rjóma hans Bárðar enn það 
var alltaf leiðinda færð og bara ein og ein að ganga svo ég verð bara nota þá á næsta ári.

Jæja læt þetta duga hér í bili það eru svo myndir hér inn í albúmi af áramótum og fleiru.

30.12.2013 17:36

Jólin 2013 og fleira.

Jæja kæru vinir við óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Þökkum fyrir allar innkomur og kommennt á liðnu ári.

Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur í desember fyrst til að byrja með fékk Benóný 
hlaupabóluna. Emil var að róa allveg á fullu út á sjó þegar það var og brjálað að gera í
fjárhúsunum líka hjá mér að sæða svo það gafst lítill tími til að setjast við tölvuna og blogga. Jólastressið var allveg að fara með mig og nú er ég svo fegin að það er búið.

Embla fékk svo hlaupabóluna á þorláksmessu og Benóný fékk heiftarlegt munnangur í jólafríinu og það ágerðist alltaf meira og meira og karlgreyjið öskraði og vældi allt aðfangadagskvöld eftir að við vorum búnað opna pakkana. 

Gat ekkert leikið sér með dótið eða neitt var bara sár þjáður og við gátum ekkert gert nema verkjastilla hann og láta hann vera með tusku upp í sér og kæla. Á jóladag var hann svo slæmur að ég leitaði ráða að fá eitthvað annað fyrir hann og fékk þá aloe 
vera gel og svo fjólublátt meðal við munnangri og það kvöld var hann að drepast til
 3 um nóttina og grét sig í svefn.
En til allra hamingju þá lagaðist hann eftir þetta fjólubláa sem Júníana lét mig fá og við
erum svo hamingjusöm að honum líði betur og eigum Júnu það mikið að þakka og Magga
hann náði í það hjá henni fyrir mig.

Meira segja gleymdi ég mér allveg með jólakortin í ár og náði ekki að vera nógu
fljót til að græja myndir af börnunum sem auðvitað gátu ekki verið kyrr öll saman
fyrir mig og svo var ég alltaf að bíða eftir að redda mér rauða slaufu á Benóný enn
fékk hana svo aldrei. Hún átti nefla vera í stíl við buxurnar hans og kjólana hjá stelpunum
já ég var með þetta allt útpælt enn það gekk svo ekkert upp.

Ég missti mig allveg í sæðingum þetta árið og tók allt of mikla sénsa líka því það voru svo 
margar að ganga þegar að ég gáði fyrst að ég varð að prófa að sæða því annars hefði það verið of seint að sæða þær næst þegar þær myndu ganga ef þær skyldu svo ganga
upp úr því. 

Ég sæddi 28 rollur hjá mér og Bóa. Eins og komið er eru 19 búnað halda enn það er eftir að koma í ljós með 4 í viðbót. Eins og ég sagði þá átti ég allveg von á því að þessar fyrstu gengu upp því þær voru allar á öðrum eða jafnvel þriðja degi því ég vissi ekki hvenær þær byrjuðu. Mér til mikillar gleði voru 3 kollóttar sem héldu með Baug og meira segja ein sem ég hélt að myndi ekki halda því það var eiginlega runnið af henni svo þetta er allveg órtúlegt hvað þetta er mikið happa glapp. 

Ég var allveg að deyja mig langaði svo mikið úr Snævari og þar sæddi ég 5 .4 hjá mér og
1 hjá Sigga og þær gengu allar upp nema 1 sem hélt hjá mér svo ég vona að það verði 
gull hrútur og gimbur sem ég fæ þar.

Eins og komið er þá fæ ég lömb úr öllum sæðishrútunum sem ég notaði nema Flórgoða
forrystu hrút en hún var á öðrum degi og hún hélt ekki því nú verr. 
Ég á svo eftir að blogga betur um þessar sæðingar og tilhleypingar þegar það verður búið.


Skásta myndin sem ég náði af þeim öllum saman he he.
Það má svo sjá fullt af fleiri jólamyndum hér í albúmi. 

Þessi skvísa var dugleg að rífa í pakkana enn var ekkert að spá í innihaldinu frekar að fá að príla í kassana sem var utan af dótinu.

Freyja Naómí var svo auðvitað 1 árs þann 12.12.2013 og hún var byrjuð að labba 
nokkrum dögum fyrir afmælið og er núna farin að labba um allt en skellir sér þó
oft á rassinn því hún er mun fljótari þanning í förum. 
Hér má svo sjá myndir af afmælisdeginum hennar enn afmælið hennar verður haldið 
seinna því Emil var að róa svo mikið þegar hún átti afmæli. Skoða myndir hér.


08.12.2013 23:14

Brjálað að gera og sæðingar byrjaðar.

Jæja tímalausa manneskjan ég ætla loksins að gefa mér tíma til að blogga. 


Nýjasta nýtt er það að hún Freyja Naómí tók sín fyrstu skref í dag og er byrjuð að labba 3 til 4 skref svo brátt verður allur friður úti he he enn þetta passar allveg hún er á svipuðum tíma og hin í kringum 1 árs afmælið sitt. Ég á eftir að ná myndum af henni að labba enn það eru smá myndir hér af þeim systkynum.

Það er allveg ótrúlegt hvað það er alltaf mikið að gera eitthvað, mér vantar allveg auka tíma
í sólarhringinn til að geta komist yfir allt sem ég þarf að gera : með börnunum, á heimilinu
og í fjárhúsinu spurning um að fara klóna sig bara.

Hlutirnir eru þó alltaf gerðir í fjárhúsinu þeir meiga ekki bíða enn svefn og hvíld er látin sitja
á hakanum og fæ ég stundum að kenna á því með hausverk og háum blóðþrýstingi.

Það er gaman að segja frá því að ég vaknaði á föstudagsmorgun með dúndrandi hausverk
og hafði mig til og græjaði krakkana á leikskólann og auðvitað gekk það ekki eins og dans
á rósum, Embla þurfti að vera geðveikt þrá að fara í fötin og allt einhvern veginn öfug snúið.
Mamma kom svo 10 mín í 8 og ég orðin nett pirruð og hugsa o afhverju hringdi ég ekki í hana og lét hana koma fyrr argg enn svo gekk þetta allt og ég var búnað drösla þeim niður á leikskóla korter yfir 8. 

Kominn heim að verða hálf 9 og þá varð ég að fletta upp hrútaskránni og gera upp við mig hvaða hrúta ég ætti að sæða með í dag. Samt sem áður var ég búnað liggja yfir skránni til hálf 1 í gærkveldi plús það að skreyta eldhúsið já maður er ekki allveg eðlilegur stundum. 

Svo þegar ég loksins fór að sofa þá var ég að hugsa svo mikið út í hrútana að ég ætlaði aldrei að sofna en já áfram með daginn í dag eins og ég sagði þá ákvað ég að taka sénsinn og panta mér 2 strá í rollur sem voru byrjaðar að ganga á fimmtudeginum seinni partinn því þær voru svo margar og bölvaði ég því vel að hafa ekki byrjað að leita fyrr og sæða. 

Enn já svo var kl orðin 9 þegar ég loksins komst af stað því ég átti tíma hjá lækni út af blóðþrýstinginum upp á Skaga kl 11 og það var brunað af stað og mamma kom með til að 
passa Freyju fyrir mig. Þegar við vorum komin í Borgarnes var kl orðinn 25 mín í 11 og ég 
allveg í stress kasti og skuttlaði mömmu og Freyju til Hafdísar systir mömmu og brunaði af stað í hendingskasti upp á Skaga og náði á mínótunni 11. Þegar ég var svo komin inn og búið að mæla blóðþrýstingin og gera hjartalínurit mældist blóðþrýstingurinn auðvitað eftir því allt of hár enn klárlega ekki að marka það eftir allt þetta stress.

Það kom svo betur fyrir ekki að þessi ferð hefði getað sleppt því að eiga sér stað því ekkert amar af mér allveg stál hraust og meira segja sagði læknirinn að það væri ekkert óeðlilegt að vera með of háan blóðþrýsting þegar maður væri með svona mörg lítil börn því fylgdi ákveðið álag og líka að hugsa um heimilið með því.

Svo kom reikningurinn Bvaaaa 17 þúsund krónur takk fyrir eins og það hafi ekki verið nóg að keyra alla þessa leið í einu kasti og mamma greyjið enn þá með hjartað í buxunum þorði ekki einu sinni að biðja mig að stopppa til að fara á klóstið he he. Ég á nýjum nagladekkjum
og ekki að ódýrustu gerð og örugglega búnað spæna nokkra naglanna úr Emils til mikillar ánægju ...

Ég var svo líka að drífa mig heim því ég þurfti að fara sæða og hafðist þetta allt á endanum ég náði að vera kominn heim um hálf 3 og þá beint að sækja krakkana á leikskólann og svo beint út í fjárhús að sæða.

Já það má segja að jólastessið sé farið að segja til sín hjá mér he he enn þetta verður bara gaman nóg að gera og vonandi kemst maður yfir það allt og brosir.emoticon


Gummi úr Dölunum kom og snyrti fyrir okkur dömurnar um daginn.
Snöggur og vandleg vinnubrögð hjá honum. 
Eins og vanalega fengum við þvílíkt kuldakast stuttu eftir 
enn það slapp því það hélst allveg mátulegur hiti í húsunum.

Embla Marína svo dugleg að gefa rollunum brauð.

Við fórum í heimsókn til hans Hannesar á Eystri Leyrárgörðum um daginn og hér er hann Siggi undan Svört hans Sigga og Grábotna sem Hannes fékk hjá Sigga í fyrra. 
Ekkert smá langur og flottur gripur.

Flottir lambhrútar hjá Hannesi annar Mórauður og hinn Grámórauður.

Emil kíkti aðeins í heimsókn í fjárhúsin hjá Jóa og Auði sem eru með fjárhús út á Hellissandi með Rabba og Gunnu og hér eru ásettnings gimbrarnar hjá þeim.
Það eru svo fleiri myndir af ferð okkar til Hannesar,rúninginum og fleiru með
 því að smella hér. 

Ég var enda við að sæða núna kl hálf 10 með hrút frá Suður landinu. 
Ég og Bárður áttum pantað sæði þaðan úr Saum og Rafal. 
Ég fékk sæðið svo seint að ég gat ekki sætt nema 3 sem voru að ganga 2 hjá mér og 1
hjá Sigga með Saum en Rafal ætla ég að taka sénsin á að kæla og geyma í ískápnum
til morguns ef eitthvað skyldi vera ganga í fyrramálið.

23.11.2013 10:53

Rollurnar teknar inn og fleira

Við rákum rollurnar heim um þar seinustu helgi og erum með þær úti á daginn þangað til það verður tekið af þeim. Lömbin eru löngu komin inn og þau eru öll að koma til. Það eru 3 sem eru orðnar spakar það eru Gersemi graslambið hans Bóa, Skvísa frá mér og svo Líf frá mér.
Nú er maður allveg orðin útbræddur í hausnum að raða niður í hrútana og spá og speklura hvaða sæðishrúta maður eigi að nota. Ég er ekki búnað fá hrútaskrána í hendur en mun fá hana á mánudaginn og auðvitað er maður búnað skoða hana á netinu enn það er alltaf miklu skemmtilegra að fá hana í hendurnar. Það má segja að þetta sé svona jólapakka glaðningur sem maður er búnað vera bíða rosalega spenntur yfir emoticon

Ég er búnað selja frá mér Gull hrútinn minn sem var 88 stig og það var Rúnar í Breiðdal sem kom alla leið frá Breiðdal og sótti hann.
 
Hann var vel útbúinn og kom á fólksbíl og setti hann svona í skottið og hafði svo sætin
niður svo hann gæti fylgst með honum alla leiðina. Þeim félögum kom svo vel saman
alla leiðina og ég heyrði svo í þeim þegar þeir komu heim og ferðin gekk mjög vel.
Ég var mjög lengi að ákveða mig hvort ég vildi láta hrútinn enn gerði það svo á endanum
og ég vona svo innilega að hann eigi eftir að standa sig og sanna hjá Rúnari.


Siggi er búnað smíða þessa flottu hurð á fjárhúsin hjá sér. Svo nú er kominn pressa á Bóa
að fara setja upp rennuna he he.

Hér er Freyja að tala við Lottu sína eftir að við vorum búnað reka þær inn. Alltaf svo gaman
að sjá þegar þær koma svona hreinar og fínar í ullinni þegar þær koma af fjalli.
 
Jóhanna er komin með sínar kindur líka inn í Tungu og hún var hér
að kalla á Mikka hundinn sinn og það virkaði þanning að hann kom
ekki heldur kom ein rolla frá henni trítlandi í von um að fá smá klapp.

Embla Marína fór svo í 2 og hálfs árs skoðun um daginn og hún er svo dugleg
að hún allveg rúllaði upp prófinu og bræddi alla.
Hún er orðin 12 kg og 98 cm.

Ég hef þetta nú ekki lengra að sinni en það má sjá fleiri myndir í albúmi.

12.11.2013 14:40

Freyja Naómí 11 mánaða

Gullmolinn okkar hún Freyja Naómí er 11 mánaða í dag. 
Til hamingju með daginn elsku krúttið okkar.

Komst í skyr dolluna meðan mamma skrapp aðeins frá he he og leit svona út þegar ég kom til baka allveg yndisleg. Það eru svo fleiri myndir af skvísunni og dagsferð okkar til Rvk að heimsækja Emil afa og Önnu og svo hittum við Birgittu frænku og Steinar og Unni og tókum rölt með þeim í kringlunni. Sjá myndir hér.

01.11.2013 22:07

Ásettningur 2013

Brimkló er undan Hyrnu og Blika. Eigandi Dísa

Stigun: 50 kg 36 ómv ómf 4,7 lag 5 frp 9 læri 18,5 ull 8,5


Sara er undan Maístjörnu og Kjöl. Eigandi Dísa

Stigun: 48 kg ómv 32 ómf 3,6 lag 4,5 læri 17,5 ull 8,5


Fíóna er undan Aþenu og Soffa. Eigandi Dísa

Stigun: 57 kg ómv 32 ómf 6 lag 4 frp 9 læri 17,5 ull 8


Snædís er undan Skuggadís og Blika. Eigandi Dísa

Stigun : 48 kg ómv 33 ómf 3,9 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 8


Ísey er undan Klett og Ísabellu. Eigandi Dísa

Stigun : 42 kg ómv 35 ómf 3,1 lag 4,5 frp 8,5 læri 18 ull 8


Líf er undan Rós og Storm. Eigandi Dísa

Stigun : 37 kg ómv 25 ómf 1,9 lag 3,5 frp 8,5 læri 17 ull 8


Zelda er undan Ronju og Draum. Eigandi Dísa

Stigun : 50 kg ómv 28 ómf 5,6 lag 4 frp 9 læri 17,5 ull 8


Loppa Doppa er undan Bríet og Draum. Eigandi Dísa

Stigun : 47 kg ómv 32 ómf 3,1 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 7,5


Dikta er undan Móheiði og Soffa. Eigandi Emil

Stigun : 61 kg ómv 31 ómf 4,2 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 7,5


Draumarós er undan Botnleðju og Draum. Eigandi Dísa

Stigun : 53 kg ómv 33 ómf 4 lag 4 frp 9 læri 18 ull 7,5


Undan Botnleðju og Draum og á eftir að fá nafn. Eigandi Bói og Freyja

Stigun : 50 kg ómv32 ómf 3,1 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 8


Skoppa er undan Dóru og Brján. Eigandi Dísa

Stigun : 42 kg ómv 32 ómf 2,5 lag 4,5 frp 8,5 læri 17,5 ull 7,5


Skrýtla er systir Skoppu og þær eru þrílembingar sem gengu allir undir.

Stigun : 40 kg ómv 35 ómf 3,2 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 8


Mírranda forystu gimbrin mín sem ég fékk hjá Bárði. Undan Blesu og Jóakim.


Golsa sem ég fæ hjá Bárði. Ég á eftir að fá stigun á hana og finna nafn.


Undan Rák og Draum graslamb og er í eigu Bóa og Freyju. Vantar nafn á hana.

Stigun : 38 kg ómv 26 ómf 2,2 lag 3,5 frp 8 læri 17 ull 7,5


Undan Kápu og Kjöl og er í eigu Bóa og Freyju. Óskírð

Stigun : 44 kg ómv 32 ómf 3,2 lag 4 frp 8,5 læri 17,5 ull 7,5


Undan Lottu og Brján og er í eigu Bóa og Freyju.

Stigun : 46 kg ómv 30 ómf 3,4 lag 4 frp 8,5 læri 17,5 ull 8


Skvísa er undan Rán og Lunda. Eigandi Dísa

Stigun : 47 kg ómv 29 ómf 3,3 lag 4,5 frp 9 læri 17,5 ull 8

Þá eru þær upptaldar 15 hjá mér og Emil og 4 hjá Freyju og Bóa.
Það má svo sjá fleiri myndir af þeim hér inn í albúmi.

Þá er það næst ásettnings gimbrarnar hjá Sigga í Tungu.


Botna frá Óttari á Kjalvegi.

Stigun : 48 kg ómv 30 ómf 2 lag 4 frp 8,5 læri 17,5 ull 8


Undan Valbrá og Blika.

Stigun : 46 kg ómv 30 ómf 2,9 lag 3,5 frp 9 læri 18 ull 7,5


Grána er undan Úthyrnu og Brján.

Stigun : 45 kg ómv 32 ómf 4,9 lag 3,5 frp 8,5 læri 18 ull 8


Frá Sigga nr 315 man ekki undan hvaða rollu það var.

Stigun : ómv 31 ómf 4,5 lag 4,5 frp 8,5 læri 18 ull 8


Dollý er undan Mókollu og Bjart.

Stigun : 45 kg ómv 29 ómf 6,1 lag 4 frp 9 læri 18 ull 9


Undan Svört og Brimil.

Stigun : 58 kg ómv 37 ómf 6,8 lag 4 frp 9 læri 18 ull 7,5


Soffía er undan Surtlu og Soffa.

Stigun : 62 kg ómv 37 ómf 6,8 lag 5 frp 9 læri 18 ull 8


Undan Slaufu og Kjöl. 

Stigun : 47 kg ómv 29 ómf 4 lag 4,5 frp 9 læri 17,5 ull 8


Undan Dropu og Kjöl.

Stigun : 57 kg ómv 30 ómf 5,3 lag 3,5 frp 9 læri 17,5 ull 8

Þá eru þær upptaldar 9 talsins. Það eru svo fleiri myndir af þeim hér inn í albúmi.

Hrútarnir okkar 


Hrútarnir okkar undan Soffa og Eldingu sá móflekkótti. Glaumur hans Sigga í Tungu og svo hvíti undan Snældu og Brimill.

Ásettnings lömbin hjá Gumma Ólafs Ólafsvík


Undan Salómon hjá Gumma.

Stigun : ómv 30 ómf 3,3 lag 4 frp 9 læri 18,5 ull 8


Heimalingurinn undan Klett.

Stigun : ómv 27 ómf 1,6 lag 3,5 frp 8 læri 17 ull 8


Undan Salómon og Unni.

Stigun : ómv 27 ómf 3,2 lag 4 frp 9 læri 18 ull 8


Undan Klett.

Stigun : ómv 33 ómf 3,3 lag 4,5 frp 8,5 læri 18 ull 8


Undan Hlussu og Klett.

Stigun : ómv 30 ómf 4,1 lag 4 frp 9 læri 17,5 ull 7,5


Undan Klett.

Stigun : ómv 33 ómf 2,5 lag 4,5 frp 9 læri 18 ull 7,5


Undan Salómon.

Stigun : ómv 32 ómf 4,4 lag 4 frp 9 læri 18 ull 8.

Þá eru gimbranar hans upptaldar og hér eru hrútarnir sem eru hjá honum.


Þessi grái var seldur í burtu en hann er tvílembingur undan gemling og var 65 kg.
Stigun hans var fótl 111 ómv 35 ómf 3,5 lag 4,5
8 9 9 9,5 9 17,5 8 8 9 alls 87 stig.

Þessi fer til Marteins í Ólafsvík og er undan Klett og Hlussu.
Hann er tvílembingur 64 kg fótl 110 ómv 32 ómf 2,5 lag 4,5
8 9 9 9 9 17,5 8 8 9 alls 86,5 stig.
Þessi er á móti þeim gráa og fer til Óla í Lambafelli.
Stigun hans er svona 53 kg fótl 107 ómv 30 ómf 2 lag 4
8 9 8,5 8,5 8 17,5 8 8 8,5 alls 84 stig.
Þá er þetta komið og það eru fleiri myndir af hans kindum með því að smella hér.

Við fórum í heimsókn inn í Hraunháls um daginn með hrútinn til Laugu og Eybergs sem þau fá hjá Sigga. Það er alltaf gaman að koma til þeirra og skoða fallega féið hjá þeim og flottu fjárhúsin.

Fallegur hérna mórauður lambhrútur hjá þeim sem ég var allveg sjúk í og bíð spennt eftir að fá að koma með nokkrar í hann.

Ég fór og tók smá myndir af henni Blesu með forrystu gimbranar sínar áður enn hún tók straujið inn í fjárhús. Ég er að fara fá þessa svarflekkóttu. Það eru svo fleiri myndir af henni Blesu og heimsókn okkar í Hraunháls með því að smella hér.

Hér eru svo krúttsprengjurnar mínar Embla og Freyja í flottu kjólunum sem Brynja frænka var að sauma á þær.

Benóný og Freyja saman upp í rúmmi í allveg eins náttfötum.
Freyja er allveg orðin mjög spræk og farin að klifra upp um allt og standa upp. 
Opna skúffur og tæta svo þetta fer að verða mikið stuð hjá okkur. Það eru svo fleiri myndir af krílunum okkar með því að smella hér á albúmið.

Jæja ég er þó nokkuð sátt að vera búin með þetta langa blogg mitt og nú eru bara spennandi tímar framm undan að fara para saman hrútum og rollum til að fá sem besta útkomu á komandi ári.

21.10.2013 11:11

Héraðssýning lambhrúta 2013

Héraðssýning lambhrúta fór framm nú seinast liðina helgi. Sýningin skiptist í 2 hólf. 
Á föstudagskvöldið var farið yfir hrúta sunnan megin og var það á Haukatungu-Syðri 2 og voru þar alls mættir 21 hrútur. 3 kollóttir. 3 mislitir og 15 hvitir hyrndir. 
Það voru svo valdir 5 efstu af þessum hvítu og allir úr hinum flokkunum því þeir voru svo fáir og þeir keppa svo við hrútana okkar megin. Jón Viðar og Lárus voru dómarar.

Hér er verið að dæma í Haukatungu-Syðri 2.
Það eru allveg rosalega flott fjárhúsin hjá þeim. 
Það var svo vel út látið kaffi og kræsingar á eftir.
Það má svo finna fleiri myndir hér inni af þessari sýningu.

Í okkar hólfi voru 38 hrútar mættir til sýningar. 21 hvítir hyrndir. 7 kollóttir og 10 mislitir.
í allt voru þetta 59 hrútar sem kepptu.

Sýningin okkar megin var haldin á Hömrum í Grundarfirði og fór hún mjög vel framm og var vel mætt held það hafi verið hátt í 100 manns sem komu. Félagsmenn mættu með kræsingar sem voru allveg frábærar í alla staði. Sýningin var haldin af Fjárræktarfélaginu Búa og Fjárræktarfélagi Helgafellssveitar og nágrennis. Við fengum allveg frábært veður
sólin skein og Kirkjufellið skartaði sínu fegursta á móti okkur.


Hér eru hjónin Guðbjartur og Harpa á Hjarðafelli með farandsskjöldinn fagra fyrir besta lambhrútinn 2013. Það má með sanni segja að þau hafi átt sýninguna í ár því þau fengu einnig besta kollótta lambhrútinn og annað sæti í kollóttum. 
Frábært hjá þeim og glæsileg ræktun. Innilega til hamingju emoticon

Hér er besti lambhrúturinn 2013 frá Hjarðarfelli.

Hér eru þau með besta lambhrútinn 2013 og einnig besti hvíti hyrndi.
Hann er undan Klaka 11-772
þyngd 62 fótl 109 ómv 35 ómf 2,2 lag 4,5
8 9 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 9 alls 88 stig

Ég og Bárður með hrútinn sem hann fékk hjá mér. Hann er undan Blika Gosa syni og Mjallhvíti sem er veturgömul. Hann var í öðru sæti í hvitu hyrndu. 
Ég var rosalega stolt af honum að komast í verðlaunasæti enda mjög fallegur hrútur.

Hann stigaðist svona 56 kg fótl 114 ómv 34 ómf 3,2 lag 5
8 9 9 9 9,5 18 8,5 8 8,5 alls 87,5

Hér eru verðlaunahafar fyrir hvítu hyrndu hrútana.

Í þriðja sæti var Högni Bærings og Hermann Guðmundsson Stykkishólmi.
Ég náði ekki mynd af honum.
Stigun á þeim hrút var svona þungi 55 fótl 109 ómf 3,6 ómv 34 lag 4 
8 8 8,5 9 9 18 7,5 8 8,5 alls 85 stig.

Kollóttir


Hér eru verðlaunahafarnir í kollóttum. Hjarðafellsbúið fékk 1 og 2 sætið og í þriðja var 
Óli Tryggva frá Grundarfirði.

Hér er besti kollótti . Hann er undan Sindra.
Stigun 46 kg fótl 105 ómv 32 ómf 2,8 lag 4,5
8 8,5 9 9 9 18 8,5 8 8,5 alls 86,5 

Þessi var í öðru sæti frá þeim. Hann er undan Streng. 
Þeir voru rosalega líkir hrútarnir svo ég þori ekki allveg að fara með hvort þetta sé sami hrútur og áðan eða þessi sem var nr 2.
Stigun 42 kg fótl 106 ómv 31 ómf 4,5 lag 4,5
8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8 alls 86 

Hér er Óli Tryggva með hrútinn sinn undan Spak sem var í þriðja sæti.
Stigun 52 kg fótl 107 ómv 30 ómf 4,3 lag 4
8 9 9 8,5 9 18 8 8 8,5 alls 86 

MislitirHér eru verðlaunahafar í flokki mislitra. 
Sigurður Gylfason í fyrsta sæti. 
Kristbjörn á Hraunsmúla í öðru sæti  
Eggjart á Hofsstöðum í þriðja.

Hér er Sigurður í Tungu með besta mislita hrútinn. Hann er undan Gloppu hans Sigga og Draum sem var undan Topp.Hann var sameign hjá mér og Bárði en hann drapst í vetur. 
Svo þetta er ákveðin viðurkenning fyrir okkur líka.
Stigun 50 kg fótl 106 ómv 35 ómf 3,8 lag 4,5
8 9 9 9,5 9 18 7,5 8 8,5 alls 86,5 stig

Í öðru sæti var Kristbjörn á Hraunsmúla með lamb undan Drífanda.
Stigun 48 kg fótl 105 ómv 29 ómf 1,6 lag 5 
8 8,5 8,5 9 9,5 18 8,5 8 8 alls 86 stig

Í þriðja sæti var Eggjart á Hofsstöðum með lamb undan Lása
Stigun 49 kg fótl 105 ómv 33 ómf 2,9 lag 4,5
8 8,5 8,5 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 86 stig.

Það voru svo einnig veittar viðurkenningar fyrir afurðarhæðstu ærnar 
sem fæddar eru 2008.

Smella undan Gölt og Skellu frá Jörfabúinu var afurðarhæðst með 346,4
fita 101
gerð 112
mjólk 113
frjósemi 128

Í öðru sæti var ær frá Bergi undan Raft með afurðarstigið 345
fita 117
gerð 112
mjólk 117
frjósemi 113

Þriðja afurðarhæðsta ærin var Læðan frá Hraunsmúla undan Bifur 
með afurðarstig 337,4
fita 113
gerð 104
mjólk 109
frjósemi 119

Það eru svo fullt af fleiri myndum hér í albúmi af sýningunni.

Jæja þá held ég að ég sé búnað koma öllum upplýsingum niður og eftir mikla setu við tölvuna ætla ég að segja skilið við hana í bili.


12.10.2013 14:03

Freyja Naómí 10 mánaða

Þessi fallega skvísa er 10 mánaða í dag. Hún er farin að skríða um allt og standa upp með öllu svo það styttist óðum í að maður þurfi að fara læsa öllu og setja í geymslu sem má ekki brotna he he.
Hún er rosalega glöð stelpa og góð. Það eru svo fleiri myndir af henni og fjölskyldunni hér.

Freyja bauð okkur í afmæliskaffi til sín um daginn og hér er sæta skvísan hún Freyja amma og Embla skvísa með eftirréttinn sem var jafn góður og hann er girnilegur ummm.


Flott þrílemba hjá Óttari með 164 kg samtals, sem er orðin fræg komin í bæjarblaðið Jökul og Skessuhornið. Frábær árangur hjá Óttari og flottar kindur. Ég er svo með fleiri myndir af henni og fleira með því að smella hér á albúmið.

Ég minni einnig á Héraðssýningu lambhrúta 2013 sem verður haldin á Hömrum Grundarfirði og má finna allar upplýsingar um hana hér inn á 123.is/bui 

Já sæll ég er allveg að gleyma segja ykkur frá sláturmatinu mínu. Ég setti 33 lömb í sláturhús og má segja að það séu slökustu lömbin sem eftir voru því ég setti þau vænstu á og svo var líka selt einhver líflömb.

Meðalþyngd var 19,97 Gerð 10 og fita 8,4

Hjá Sigga í Tungu voru 11 lömb og það var einnig sett það besta á og eitthvað selt til lífs.
Hann fékk allveg glæsilega útkomu og hljóðaði hún svona :

Meðalþyngd 19,9 Gerð 11,6 og fita 8,2

02.10.2013 13:30

Hrútasýning veturgamla og lambhrúta ásamt fegurðasamkeppni gimbra 2013

Hrútasýningin fór vel framm í Lambafelli nú síðast liðinn mánudag. Árni og Torfi ráðanautar komu til okkar og dæmdu og svo fengum við líka þukkl meistann hann Eirík Helgason til liðs við okkur að dæma fegurðarsamkeppni gimbra og aðstoða ráðanautana í að velja bestu lambhrútana. Það var byrjað á því að ylja sér um kroppinn og fá heita kjötsúpu að hætti systkynana Þorsteins og Jóhönnu en þau gerðu kjötsúpuna fyrir okkur. Þegar allir voru búnað koma sér fyrir og ylja sér á súpu var byrjað að vigta,skoða og dæma.

Það var vel mætt bæði af fólki og hrútum. Húsnæði þeirra Óla,Sigga og Brynjars rúmaði þetta bara vel og var allveg til fyrirmyndar.
Það kom mér allveg gersamlega á óvart þegar ég fékk bikarinn fyrir besta hvíta hyrnda veturgamla hrútinn en það leynir sér ekki brosið sem er enn uppi he he fyrir þennan flotta áfanga og ég þakka allveg kærlega fyrir okkur. Hér erum við Emil með hann Blika sem er undan Gosa sæðishrút og Ylfu Mátts dóttur sem er ættuð í Læk gamla Læksson.
Stigun
1.sæti 107 kg fótl 115 ómv 37 ómf 5,4 lag 4
8 9 9,5 9 9,5 18 8 8 8 alls 87 stig
Í öðru sæti var svo hrútur frá Önnu Dóru og Jón Bjarna á Bergi. Sá hrútur er undan Lagð.
Stigun
2.sæti 85 kg fótl 121 ómv 38 ómf 2,7 lag 4,5
8 8,5 9 9 9 18 8 8 8 alls 85,5 stig
Í þriðja sæti var hrútur frá Óttari og Bárð undan Klett Kveiksyni.
Stigun
3.sæti 97 kg fótl 121 ómv 35 ómf 6,7 lag 4,5
8 9 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86,5 stig

Við fengum einnig bikar fyrir besta mislita hrútinn í veturgömlum. Þetta er Brján sem er undan Topp sem er undan Herkúles og á þar ættir í læk gamla  og Rák sem er ættuð í Raft sæðishrút. Brján er í eigu míns og Bóa saman.
Stigun
1.sæti 82 kg fótl 115 ómv 38 ómf 5,6 lag 4,5
8 8,5 9 9 9 18 7,5 8 8,5 alls 85,5 stig
Í öðru sæti var Jón Bjarni og Anna Dóra með hrút undan Grábotna.
Stigun
2.sæti 88 kg fótl 117 ómv 35 ómf 4,3 lag 4,5
8 8,5 9 9 9 18 8 8 8 alls 85,5 stig
í Þriðja sæti var Óttar með hrút undan Grábotna og Svört frá Tungu.
Stigun
3.sæti 105 kg fótl 122 ómv 36 ómf 6,3 lag 4,5
8 9 9 9 9 17,5 8 8 8,5 alls 86 stig

Flottar hérna eru gimbrarnar sem unnu Fegurðarsamkeppnina 2013 hjá Búa. Við fengum Eirík Helgason til að dæma fyrir okkur keppnina og velja þrjár bestu að hans mati.

Sú Móflekkótta vann sýninguna og hlaut titilinn fegursta gimbrin hjá Búa og er hún í eigu Lárusar í Gröf Grundafirði.

Sú svarflekkótta fremsta er í eigu okkar og hlaut hún titilinn fyrir bestu gerðina.

 Sú best skreytta hlaut svarflekkótta gimbrin frá Bárði og Dóru. Það fór ekkert á milli mála því hún bar gersamlega af í skreytingum þó margar aðrar hafi einnig verið frumlega skreyttar.

Ég þakka Eiríki allveg kærlega fyrir að koma og heilla okkur með einstökum hæfileikum sínum og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni sem er sú fyrsta hjá okkur og allveg ný á nálinni. Ég á allveg von á að hún eigi eftir að verða vinsæl og haldi áfram á komandi árum.


Ólafur Tryggvason hlaut bikarinn fyrir besta veturgamla kollótta hrútinn
 og hann er undan Búra og Björt. 
Stigun
1.sæti 80 kg ómv 32 ómf 5,9 lag 4
8 9 9 8,5 9 18,5 9 8 8 alls 87 stig

Í öðru sæti var Ragnar og Guðfinna á Kverná með hrút undan Dal og Rögnu.
Stigun
2.sæti 85 kg fótl 123 ómv 33 ómf 7,2 lag 4
8 8,5 8,5 8,5 8,5 18 8,5 8 8,5 alls 85 stig

í þriðja sæti var Valgeir og Bibba með hrút undan Ljúf og Svört.
Stigun
3.sæti 88 kg fótl 116 ómv 31 ómf 6,5 lag 4
8 8,5 9 8 8,5 17,5 7,5 8 8,5 alls 83,5 stig

Það var svo líka nýtt hjá okkur að hafa lambhrúta inn í sýningunni líka og voru það bara tveir flokkar að þessu sinni hyrndir og kollóttir óháðir lit og stigun. Bara sjónrænt og þukkl mat á gripum.

Efstur í hyrndum lambhrútum var Guðmundur Ólafsson með hrút undan Hlussu og Klett. Hlussa er ættuð í Mávahlíð í móðurætt og í Bjart frá Bergi í föðurætt. Faðir er Klettur frá Óttari sem er undan Kveik og rollu frá Óttari.

Hér er mynd af þeim systkynum undan Hlussu gimbrin fremst og hrúturinn fyrir aftan.

Besti kollótti lambhrúturinn var frá Kverná og mig vantar upplýsingar um ættir hans en ef einhver veit það má hann gjarnan kommennta það.

Hér er sá gripur. Langur og flottur hrútur.
Það má svo sjá fullt af fleiri myndum hér inn í albúmi af sýningunni með því að smella hér.

Réttir í Ólafsvík 


Það er alltaf jafn skemmtilegt veðrið við ólsarana þegar réttirnar eru eins og hér má sjá er fólk vel gallað upp og ekki til þurr blettur. En það lét engin rigningu og smá golu stoppa sig í að mæta í smölun og réttir. Hér er frú Laufey úr Lambafelli mætt eftir að hafa tekið á móti öllum smölunum í kjötsúpu.

Hér er vandað vel til verka við vigtun hjá Guðmundi Ólafs.

Hér er Guðmundur Ólafs á Mikka sínum sem er undan Grábotna

Veturgamli Guffa sonurinn hans Gumma. 
Hann var að gefa gríðalega væn lömb hjá honum í ár.

Hér er nýjasti gripurinn minn forrystu gimbur frá Bárði og Dóru undan Blesu og Jóakim.

Þessi golsótta gimbur bættist í ásettningin minn en hana fæ ég hjá Bárði.  
Hún er þrílembingur. Það má svo sjá fleiri myndir af réttunum og þessu með þvi 
að smella hér.

Ég var að klára líka að blogga inn á Búa og þar setti ég inn meiri upplýsingar um sýninguna og afburðar stigun frá Óttari á Kletts og Lunda afkvæmum ásamt fleiru svo endilega kíkið hér inn á 123.is/bui 

25.09.2013 20:36

Smölun,vigtun og stigun

Við smöluðum fyrst Höfðann ég,Emil og Maja og svo fóru Hannes frá Eystri Leirárgörðum,Siggi og Bói og tóku Fögruhlíðina og svo sameinaðist þetta allt saman í eitt og við rákum það út á Tungu. Hörður og Sigurborg áttu leið hjá og hjálpuðu okkur að reka inn að Tungu. Það gekk síðan allveg rosalega vel og þær runnu beint inn í girðingu.

Verið að smala niður í Búlandi.

Verið að lesta út það sem gafst upp þegar smalað var Svartbakafellið. Bói,Hannes og Siggi fóru ásamt fleirum upp á Fróðarheiði og fóru þar yfir í Svartbakafellið. Reyndist það vera léttari ganga en svipað langt eins og að fara upp hjá Tungu.

Mamma sá um að taka á móti okkur í staðinn fyrir Gerðu sem var sárt saknað með kræsingarnar sínar. Við skelltum í tertur saman ég mamma og Freyja tengdamamma.
Það eru svo fleiri myndir hér af smölun og lömbum með þvi að smella hér.

Jæja þá er það sem allir eru búnað vera bíða spenntir eftir. Stigun fór framm mánudaginn 23 sept og er ég bara mjög sátt við útkomuna. Hrútarnir komu rosalega vel út og margir jafnir. Gimbranar komu líka vel út og kom best undan Blika Gosa syni út bæði hjá gimbrum og hrútum svo hann er allveg að skila vel sínu besta framm. Brimill var að gefa vel áfram ómvöðvan en svo á ég eftir að setja þetta upp í fjárvís og skoða betur er bara nýbúnað setja það inn. Það er nefla búnað vera þvílík törn í að velja allt áður en kaupendur kæmu. 
Ég er búnað velja fyrir mig,Emil og Bóa 16 gimbrar til lífs obbob kanski full mikið en við eigum nóg hey og það eru 10 rollur sem detta út svo þetta verða ekki nema 6 í rauninni sem bætast við töluna okkar nema það bætist fleiri við það.

Það voru 29 gimbrar stigaðar eða allar gimbrarnar sem við áttum.
Læri                                     
1 með 18,5
10 með 18
14 með 17,5
3 með 17
1 með 16,5

Þessar með 17 í  lærunum var eitt graslamb og 2 undan rollum sem eru með ónýt júgur. Ég var rosalega svekkt að finna 3 góðar rollur hjá mér þær Drottningu,Mýslu og Rós þær eru allar með júgurbólgu. Ég hef ekki verið vör við júgurbólgu svona mikið síðan ég tók við kindunum ,veit ekki hvort það geti verið veðráttan svona mikil rigning og kuldi sem hefur verið í sumar.

17 með 30 í ómv og yfir mest 36
2 með 35

14 með 9 framp
15 með 8,5
2 með 8

Ómf frá 1,9  
1 var með 6 sem gekk í túninu í allt sumar og 1 með 5,6 og 1 með 5,2
Ég er ógeðslega sátt við hvað ég er búnað ná fitunni rosalega niður núna bara á 2 árum.

Hrútarnir . Það voru 34 hrútar stigaðir af 42 hrútum.

1 með 88 stig
1 með 87,5
1 með 86,5
5 með 86
6 með 85,5
5 með 85
2 með 84,5
3 með 84
4 með 83,5  Einn var graslamb sem fékk samt 30 í ómv. 
1 með 83
2 með 82,5  Einn var undan Júgubólgu rollu
2 með 81,5  Einn var tvílembings gemlings lamb sem gengu 2 undir og hinn var undan rollu sem var með júgurbólgu.

21 hrútur var með 30 í ómv og yfir
Hæðst 36 og minnst var 26 og það var undan rollu sem var með júgurbólgu.
Meðaltalið á þessum 62 lömbum sem voru skoðuð hjá mér gimbrar og hrútar var svona
þyngd 48,2 ómv 30,4 ómf 3,4 lag 4,1 fótl 109,5 læri 17,7 framp 8,6


Hér er 88 stiga gripurinn undan Snældu Topps dóttur og Brimil Borða syni.

Ég datt í lukkupottinn með þennan grip minn undan Soffa hann stigaðist upp á 85 stig og er með 18 í læri og 34 í ómv svo ég er hoppandi kát að vera komin með hrút á mórauðu kindurnar loksins og nú er tími til að búa til mórauða gimbur með hvíta krónu.emoticon

Þessi er undan Mjallhvíti gemling og Blika Gosa syni og er með 18 í læri og 34 ómv og 5 í lögun 87,5 stig.

Þetta er besta gimbrin undan Hyrnu gemling og Blika 
var með 18,5 í læri og 36 í ómv 5 í lag

Hjá Sigga í Tungu var allveg frábær útkoma.
Hann lét stiga 12 gimbrar
1 með 18,5
8 með 18
3 með 17,5

8 með 30 í ómv og yfir
2 með 37 í ómv og þær eru mæðgur undan Kveik syni frá Hreini á Berserkseyri.
Önnur þeirra hefur komið með 6 lömb á 3 árum og alltaf verið sett á undan henni.
Hún er án efa ein besta kind sem ég veit um og svakalegur karekter líka.

Siggi lét stiga 23 lömb og var meðaltalið af lömbunum hans svona
49,8 kg 31,3 ómv 4 fita lag 4,2 framp 8,7 læri 17,8 
Allveg stórkostleg útkoma hjá honum.

Hann fékk líka flottan ásettningshrút undan Gloppu og Draum Topps syni sem var stigaður
upp á 86,5 stig.

Hann er 50 kg 35 í ómv 3,8 í fitu 4,5 í lag
8 9 9 9,5 9 18 7,5 8 8,5 alls 86,5

Flottur gimbra hópur hjá Sigga. Sú gula er sú sem er með 37 í ómv og sú kollótta fékk meira segja 18 í læri svo hann er strax búnað ná Emil í kollótta stofninum he he. Annars komu kollurnar okkur verulega á óvart við fengum 2 með 18 líka og hrútinn undan Huldu líka með 18 í læri. Það eru svo fleiri myndir af stiguninni og lömbunum með þvi að smella hér á albúmið.

Ég fór að heimsækja Óttar á Kjalveginn um daginn og smellti nokkrum myndum af stórkostlegu hjörðinni hans sem á eftir að stiga. Þar er glæsilegur hópur af lömbum sem mun án efa fá enn flottari dóma en í fyrra hjá honum og voru þeir eins og þeir gerast bestir.

Hér er hann að kalla á þær og þær koma allar til hans. Mér leist svakalega vel á þessa gráu gimbur sem sést hér og dökkgrái hrúturinn er á móti henni.

Hér er einn boli hjá honum og í baksýn má sjá flottar botnóttar systur undan Lunda.

Hér eru tveir Kletts synir hjá honum.

Hér er einn svakalegur hann vildi reyndar ekki hætta að naga eyrað á mömmu sinni meðan ég var að reyna taka myndina. Ég giska á að hann verði um 70 kíló.

Hér eru veturgömlu rollurnar þær voru hafðar geldar og eru allar undan Klett. Gríðalega stórar og fallegar. Það eru svo fleiri myndir af rollunum og lömbunum hans með því að smella hér.

Jæja læt þetta duga í bili og vona að þið njótið þess að skoða og lesa.
Kveðja Dísa

Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 360
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 408029
Samtals gestir: 76932
Tölur uppfærðar: 18.4.2014 11:49:00

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak og Embla Marína

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Sauðburður

atburður liðinn í

1 ár

11 mánuði

22 daga

Tenglar